Ark's Nagvörur

Ark's Therapeutic er lítið fjölskyldufyrirtæki í Bandaríkjunum. Allar vörurnar eru  hannaðar af Debra C.Lowsky talmeinafræðingi í þeim tilgangi til að gera líf skjólstæðinga sinna og þeirra sem hlúa að þeim mun auðveldara. Sem talmeinafræðingur fann hún að það var mikil þörf fyrir ýmsum vörum sem hjálpa til við þjálfun munns, tungu, kjálka og talfæra. Debra var heppin að giftast John sem er verkfræðingur og hönnuðu þau fyrstu Ark vöruna fyrir 18 árum síðan og síðan þá hafa þau hannað og búíð til yfir 200 vörur. Dætur þeirra og tengdasynir eru einnig að vinna með þeim í fyrirtækinu. Sannkallað fjölskyldufyrirtæki eins og litla Skynörvun stefnir á að vera. 

Allar Ark vörurnar eru litakóðaðar og koma í 3 mismunandi styrkleikum. 

 • STANDARD - Mjúkt & eftirgefanlegt
  Þetta er mýksta stigið í öllum nagvörunum frá Ark. Það er mjúkt og hægt er að sökkva tönnunum í það. Mælt með standard fyrir þá sem eru ekki vanir að naga í gegnum hluti. Ef þú ert ekki viss um hvaða þéttleiki hentar þá er best að byrja á þessum.

  XT “Xtra Tough
  Þetta er miðju stigið. Það er þéttara en samt eftirgefanlegt og seigt. Ef fara á milliveginn í vali á þéttleika þá er þetta góður kostur. Mælum með þessu fyrir þá sem eru meðalnagarar og eiga það til að naga stundum hlutina í gegn.

  XXT “Xtra Xtra Tough”
  Þetta er þéttasta/harðasta stigið. Það er mjög þétt og veitir mikið viðnám. Mælt er með XXT fyrir þá sem eru vanir að naga í gegnum hluti. Þótt engar nagvörur séu óslítandi þá er XXT það sem endist lengst fyrir þá sem naga mest.