Um Okkur

 

Verslunin er rekin af okkur vinkonunum Kristínu Önnu og Söndru sem kynntumst fyrir nokkrum árum síðan í starfi okkar á skammtímadvöl í Reykjavík. Í gegnum starf okkar með fötluðum börnum og ungmennum með einhverfu, ADHD, skynúrvinnsluvanda og aðrar áskoranir höfum við kynnst því að þörf er á gæðavörum fyrir fólk sem notar og vill nota skynörvunar vörur og aðrar skyldar vörur.

Við leggjum kapp á að selja gæða vörur á góðu verði sem ætlaðar eru til skynörvunar hjá börnum og fullorðnum. Lagt er mikil áhersla á að finna einstakar vörur og stefnum við á að auka vöruúrvalið og taka inn fleiri vörumerki á næstu vikum og mánuðum.

Við erum bæði með netverslun og verslun. Verslunin okkar er staðsett í Síðumúla 23 en gengið er inn um Selmúla. 

Hægt er að fá hjá okkur fræðslu um Tomtag eða almenna vörukynningu, hafið endilega samband við okkur á skynorvun@skynorvun.is eða í síma 888-2229

Hafa samband