Vöruflokkur: Dálæti

Hvað er Dálæti?

Dálæti framleiðir skartgripi og fylgihluti úr leir, vír og öðrum efnum, ásamt því að endurvinna gamla skartgripi.

Allir leirgripir eru handgerðir og allt skart er framleitt og sett saman á Íslandi. Markmiðið hjá Dálæti er að skapa litríka, fallega og skemmtilega skartgripi sem einnig er hægt að nota sem tjáningarform. Leiktu þér, sýndu stuðning og samkennd og vertu bara nákvæmlega það sem þú vilt vera með skarti frá dálæti.