
Þráðlaus heyrnatól, eyrnaband og svefngríma, allt í einum pakka.
Við erum komin með í hús þessi æðislegu hjóleinangrandi heyrnatól sem eru svo miklu meira en heyrnatól. Heyrnatólin eru úr einstaklega mjúku og þunnu flísefni sem hægt er að nota sem eyrnaband og svefngrímu.
Þar sem við hjá skynörvun.is viljum ekki selja hlutina nema að prófa þau sjálf fyrst þá höfum við verið að prófa þessi undanfarna mánuði. Við getum svo sannarlega sagt að bæði börn og fullorðnir elska þessi heyrnatól. Einstaklega þægileg til að sofa með og ganga með.
Fullkomin heyrnatól fyrir þá sem finnst óþægilegt að hafa eitthvað innan í eyrunum eða utanum eyrun. Eyrnabandið þrengir ekki að en virðist passa bæði á börn og fullorðna.
Á heyrnatólunum er takkar þar sem hægt er að svara í símann ef heyrnatólin (innbyggður mikrafónn) eru tengd í síma, skipta um lag, hækka og lækka, kveikja og slökkva.
ARK Therapeutic vöur


ARK'S GRABBER® ORIGINAL ORAL MOTOR CHEW TOOL
Vörurnar eru ætlaðar til að auka málþroska, þjálfa það að tyggja og bíta, styrkja kjálka og aðra vöðva í munni og örva allt munnsvæðið (tungu, varir, kjálka og kinnar).
ARK vörurnar eru hannaðar og framleiddar í USA og eru búnar til úr efni sem mætir öllum kröfum FDA (lyfja og matvælaeftirliti Bandaríkjanna)

