TomTag – einfaldara sjónrænt skipulag

TomTag – einfaldara sjónrænt skipulag

Upphafið á TomTag

TomTag varð til þegar að Clare fór að hanna renninga fyrir son sinn Tom sem er einhverfur. Renningana bjó hún til í þeim tilgangi að Tom myndi vita hvað væri framundan, í hvaða röð og til þess að efla hann til sjálfstæðis. Eftir að renningarnir fóru að vekja athygli og fólk fór að spyrjast fyrir hvort Clare gæti hannað svoleiðis fyrir aðra þá kviknaði hugmyndin að TomTag í þeirri mynd sem það er núna.

TomTag sjónræna skipulagið byggir á einfaldri en mjög snjallri hugmynd sem gerir sjónrænt skipulag aðgengilegt öllum og er hönnun þess þannig að allir geta nýtt sér það.

Skrefin eru einföld við uppsetningu. VELJA, LÍMA, SMELLA

Velja: Veldu límmiða með þeirri mynd sem þú ætlar að nota      

Líma: Límdu límmiðann á hnapp sem fylgir með skipulaginu

Smella: Smelltu hnappnum með límmiðanum á TomTag spaldið

Endurtaktu svo skrefin þar til þú ert komin með athafnaröð á spjaldið, hvort sem það eru 2 athafnir eða fullt spjald.

Afhverju að nota sjónrænt skipulag?

Allir nota sjónrænt skipulag daglega, við erum bara ekki alltaf að hugsa út í það. Dæmi um sjónrænt skipulag er klukka, dagbók, stundatafla, fundarskrá, umferðaljós, leiðbeiningar og svo mætti lengi telja. Sjónrænt skipulag er leið til þess að styrkja þau orð sem verið er að nota og á sama tíma leið til þess að auðvelda barni/einstakling að vita hvað er framundan og hver röð athafna er. Rannsóknir sína að sjónrænt skipulag getur haft jákvæð áhrif á hegðun, minnkað kvíða og aukið sjálfstæði. Með því að setja upp athafnaröð þá þarf barnið/einstaklingurinn ekki að treysta á aðra til þess að segja þeim hvað þau eiga að gera næst og þurfa því ekki að eyða orku í að reyna að finna út úr því. Sjónræna skipulagið frá TomTag er auðvelt í uppsetningu, einfalt að nota og aðgengilegt. Nokkur spjöld með athafnaröðum geta verið tilbúin til notkunar og auðvelt að kippa með hvert sem er. Spjöldin er hægt að festa á lyklakippuband og hafa um hálsinn, festa í lykkju og festa á tösku eða belti eða einfaldlega setja spjaldið í töskuna sjálfa og taka upp þegar þörf er á. TomTag er einnig mjög hentugt fyrir kennara að nota í leikskóla eða skóla, minnkar undirbúningstíma við að gera sjálfur sjónrænt skipulag. Engin þörf á að finna myndir, klippa og plasta lengur ef þú velur að nota TomTag.

 

Við hjá Skynörvun getum veitt ráðgjöf og leiðbeingar við notkun TomTag sjónræna skipulagsins, ef þið hafið einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við okkur á pantanir@skynorvun.is

Back to blog