Collection: TomTag®

TomTag er lítið fjölskyldu fyrirtæki á Englandi sem samanstendur af mæðginunum Clare og Tom. Tom er innblástur að hönnun TomTag en hann er einhverfur og finnst best að hafa gott sjónrænt skipulag yfir daginn. 

Clare byrjaði á því að hanna sjónræna skipulagið sjálf, með því að finna myndir, klippa út og plasta renninga til þess að aðstoða Tom við að vera sjálfstæður í daglegu lífi. Eftir að aðrir foreldrar fóru að spyrja út í þessa heimagerðu renninga kom hugmyndin að TomTag í núverandi mynd.

TomTag er marg verðlaunað sjónrænt skipulagskerfi sem allir eiga auðvelt með að nýta sér, hvort sem það er fyrir börn eða fullorðna.