Collection: ARK Therapeutics®

Gæðavörur frá ARK®

Ark Therapeutics er lítið fjölskyldufyrirtæki í Bandaríkjunum. Allar vörurnar eru  hannaðar af Debra C.Lowsky talmeinafræðingi í þeim tilgangi til að gera líf skjólstæðinga sinna og þeirra sem hlúa að þeim mun auðveldara. Sem talmeinafræðingur fann hún að það var mikil þörf fyrir vörur sem ætlaðar eru til að auka málþroska, þjálfa það að tyggja og bíta, styrkja kjálka og aðra vöðva í munni og örva allt munnsvæðið (tungu, varir, kjálka og kinnar).

Debra var heppin að giftast John sem er verkfræðingur og hönnuðu þau fyrstu Ark vöruna fyrir 18 árum síðan og síðan þá hafa þau hannað og búíð til yfir 200 vörur. Dætur þeirra og tengdasynir eru einnig að vinna með þeim í fyrirtækinu.