ATH Armböndin munu koma til landsins í kringum miðjan júní/lok júní.
Nagarmbönd sem koma í tveimur stærðum, small og Large. Sjá stærðarmun á myndunum af armböndunum. Einnig er hægt er að fá slétt armband og svo með áferð. Eins og allar vörurnar frá Ark Therapeutic er mismunandi styrkleiki á armböndunum.
STANDARD - Mjúkt & eftirgefanlegt
Þetta er mýksta stigið í öllum nagvörunum frá Ark. Það er mjúkt og hægt er að sökkva tönnunum í það. Mælt með standard fyrir þá sem eru ekki vanir að naga í gegnum hluti. Ef þú ert ekki viss um hvaða þéttleiki hentar þá er best að byrja á þessum.
XT “Xtra Tough
Þetta er miðju stigið. Það er þéttara en samt eftirgefanlegt og seigt. Ef fara á milliveginn í vali á þéttleika þá er þetta góður kostur. Mælum með þessu fyrir þá sem eru meðalnagarar og eiga það til að naga stundum hlutina í gegn.
XXT “Xtra Xtra Tough”
Þetta er þéttasta/harðasta stigið. Það er mjög þétt og veitir mikið viðnám. Mælt er með XXT fyrir þá sem eru vanir að naga í gegnum hluti. Þótt engar nagvörur séu óslítandi þá er XXT það sem endist lengst fyrir þá sem naga mest.