Hvað eru flækjur og fyrir hverja?

Hvað eru flækjur og fyrir hverja?

Flækjurnar frá Tangle eru hannaðar í þeim tilgangi að vera fiktvörur sem örva skynfærin í gegnum snertingu, hljóð og sjón. Fiktvörur henta t.d skynsegin fólki (fólk með adhd, einhverfu eða aðrar greiningar) og að sjálfsögðu öllum sem telja sig þurfa eða hafa gaman og gott af því að vera með eitthvað í höndunum. Þær geta hjálpað til við að: auka einbeitingu og fókus, minnka kvíða og óróleika og efla fínhreyfingar.

Tangle flækjurnar koma í mismunandi stærðum og gerðum, með mismunandi áferðum og litum til þess að fólk geti valið það sem hentar þeim eða fyrir þá sem vilja eiga mismunandi gerðir. Það skemmtilega við flækjurnar er að hægt er að gera sína persónulegu flækju með því að taka þær í sundur og setja saman og þannig fá mismunandi liti og áferðir. Flestar flækjurnar eru hljóðlátar svo hægt er að nota þær í mörgum aðstæðum án þess að vera truflandi fyrir umhverfið. Þannig henta þær til dæmis í skólastofum, á vinnustöðum, á fundum og svo mætti lengi telja.

 

  Flækjurnar eru endingagóðar gæðavörur sem við mælum með!

 

Back to blog