Skynörvun.is
Stundarkorn Krakkar - Dagbók
Stundarkorn Krakkar - Dagbók
Bókin er hugsuð sem verkfæri til að fara yfir daginn, hvaða tilfinningar komu upp og hvaða áskoranir.
Hver blaðsíða er með lista af tilfinningum sjónrænt, spurningum og svo er vinstri blaðsíða auð og er hægt að skrifa eigin hugrenningar þar. Í bókinni eru einnig verkefni sem eru sjálfseflandi.
Ávinningur þess að skrifa í kvöld dagbók: Í lok dags er gott að fara yfir daginn og skoða hvernig hann var og hvaða tilfinningar og hugsanir komu upp. Að skrifa frekar en einungis að hugsa um daginn hjálpar til við að átta sig betur á eigin líðan og ýtir þannig undir meiri sjálfsþekkingu.
Rannsóknir hafa sýnt að með að skrifa tilfinningar og hugsanir í dagbók þá getur það minnkað streitu og kvíða, æft okkur í núvitund og ýtt undir sköpunargleði.