Skynörvun.is
Draugur Naghálsmen - þétt
Draugur Naghálsmen - þétt
Couldn't load pickup availability
Segðu bless við nagaðar neglur, reimar og blýanta með sílíkonnaghálsmeni frá Jellystone Design. Þessi stílhreinu naghálsmen gera barninu kleift að hafa alltaf skynjunarleikfang við höndina til að knýja fram slökun, takast á við kvíða og ná fram stjórn á taugakerfinu. Hálsmenin eru svo búin öryggissmellu sem opnast sjálfkrafa ef togað er í þau.
Naghálsmenin koma í nokkrum mismunandi hönnunum og eru misstíf
- Mjúkt: Melóna, Regnbogi
- Miðlungs: Hafmeyjusporður, Vélmenni, Bollakaka
- Stíft: Draugur, Hjarta
Ef þig vantar aðstoð við að velja hvaða naghálsmen henta best mælum við með upplýsingasíðu Jellystone designs um styrkleika naghálsmenanna. Naghálsmenin eru þróuð í samráði við iðjuþjálfa og hafa hjálpað áströlskum börnum að slaka á í átta ár.
Stærð: Lengd bands um hálsinn: u.þ.b. 30 cm.
- Naghálsmenin eru gerð úr 100% matvælasílikoni.
- 100% eiturefnalaus: án bpa, án phthalates, án cadmium og blýlaus.
- Öryggissmella sem opnast ef það togast í hálsmenið.
Aldursviðmið: 3 ára og eldri.
Share
