Við erum komin með í hús þessi æðislegu heyrnatól sem eru svo miklu meira en heyrnatól. Heyrnatólin eru úr æðislegu mjúku og þunnu flísefni sem hægt er að nota sem eyrnaband og svefngrímu. Hægt er að taka heyrnatólin úr og setja flísið í þvott.
Þar sem við hjá skynörvun.is viljum ekki selja hlutina nema að prófa þau sjálf fyrst þá höfum við verið að prófa þessi undanfarna mánuði. Við getum svo sannarlega sagt að bæði börn og fullorðnir elska þessi heyrnatól. Einstaklega þægileg til að sofa með og ganga með.
Fullkomin heyrnatól fyrir þá sem finnst óþægilegt að hafa eitthvað innan í eyrunum eða utanum eyrun. Eyrnabandið þrengir ekki að, er mjög teygjanlegt og teygist frá ca 18-25 cm (ath ekki er verið að tala um innanmál). Heyrnatólin passa á flest börn og fullorðna með höfuð í minni kantinum (passar ma. á 50 cm höfuð).
Eiginleikar: Á heyrnatólunum er takkar þar sem hægt er að svara í símann ef heyrnatólin (innbyggður mikrafónn) eru tengd í síma, skipta um lag, hækka og lækka, kveikja og slökkva.
Ending hleðslu: 8 tímar full hlaðin
Hleðslutími: 1.5 tímar
Drífur allt að: 10 m
Tæknilegar upplýsingar
* Resilient polar fleece+abs
* V5.0+EDR Frequency:2.402-2.480GHz S:A2DP/AVRCP/HFP/HSP
* Battery capacity: 100mAh with protection board
* DC 5V
CE vottuð.