Þetta fallega rauða epli er búið til úr við og málað með málningu sem er barnvæn. Laufblöðin ofan á eru úr filt efni og eru kyrfilega fest á. Undir laufblöðunum er langt hvítt band með grænan sætan orm á endanum. Með orminum er hægt að þræða í gegnum götin á eplinu
Eplið er fyrir einstaklinga eldri en 3 ára og hentar mjög vel til þjálfunar á fínhreyfingum.
Eplið er u.þ.b 9 cm á hæð og 7 cm á breidd.