Silikon hálsmen

Erum með mikið úrval af vörum sem má naga og bíta í fyrir börn og fullorðna. Erum bæði með silicon hálsmen og vörur frá ARK (Grabbers, Tri-chews, Y-chews) sem er auðvelt að halda í og naga.

Vörurnar eru ætlaðar til að auka málþroska, þjálfa það að tyggja og bíta, styrkja kjálka og aðra vöðva í munni og örva allt munnsvæðið (tungu, varir, kjálka og kinnar). 

ARK vörurnar eru hannaðar og framleiddar í USA og eru búnar til úr efni sem mætir öllum kröfum FDA (lyfja og matvælaeftirliti Bandaríkjanna)


Nánari Upplýsingar um hálsmenin:

- Hálsmenin eru BPA, Latex, PVC, Phtahalate og blý frí.
- Menin má bæði þvo venjulega með sápu eða setja í uppþvottavél.
- Þau endast gífurlega vel og eru hönnuð í þeim tilgangi til að bíta og toga í.
- Bitför ganga til baka og hálsmenið verður eins og nýtt.
- Hálsmenin örva sjón og hreyfingu hjá ungabörnum sem einblína á hálsmenin á mömmunni þegar þau eru á brjósti.

ATH. Hálsmenin eru ekki leikföng.
- Þau eru ætluð til notkunar fyrir fullorðna með það fyrir augum að leyfa börnum að fikta við og bíta í þau.
- Börn undir 36 mánaða skulu ekki vera skilin eftir eftirlitslaus með hálsmenin.